top of page

Wilhelm Ernst Beckmann

Æfiágrip

Wilhelm Ernst Beckmann var fæddur í  Hamborg í Þýskalandi  5. febrúar 1909.
 

Foreldrar hans voru hjónin Wilhelm Beckmann  og Louise Bierbaum.

Wilhelm Beckmann átti einn bróður George Beckmann sem var virkur í þýska Jafnaðarmannaflokknum og var settur í fangelsi af Nasistastjórninni. Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk varð George Beckmann borgartjóri í Husum,  smáborg í Norður-þýskalandi eða þar hann gekk til liðs við Samtök þýskra verkalýðsfélaga í Düsseldorf og varð blaðafulltrúi samtakanna.  

Fjórtán ára gamall fór Wilhelm Beckmann í læri í útskurði og myndhöggvun hjá   Peter Olde, sem var þekktur myndskurðarmeistari og myndhöggvari í Hamborg. Vorið 1927  lauk Wilhelm Beckmann  námi með afburða vitnisburði. Hann setti síðan á fót eigin vinnustofu auk þess að kenna við Listaháskólann í Hamborg.

Á meðan á þessu stóð gerði Wilhelm Beckmann mörg listaverk  bæði fyrir einstaklinga og söfn.

 

1934 var Wilhlem Beckmann  25 ára gamall og vel þekktur sem listamaður í sinni grein.  Á sama tíma var hann og bróðir hans Georg mjög virkir í þýska Jafnaðarmannaflokknum. Þetta átti eftir að standa í vegi fyrir frama hans í Þýskalandi.

 

Eftir að Nasistar höfðu náð völdum var ferill Wilhelm Beckmann sem listamanns á enda í Þýskalandi Nasismans. Bæði faðir og bróðir voru sendir í fangabúðir fyrir störf fyrir Jafnaðarmannaflokkinn.

Til að komast hjá fangelsun líka ákvað Wilhelm Becmann að flytjast til Danmerkur og hefja störf þar.  Meðan á dvöl hans í Kaupmannahöfn stóð stundaði hann nám við Konunglega Danska Listaháskólann.

 

Eftir að hafa fengið vegabréfsáritun kemur Wilhelm Beckmann til Reykjavíkur  1935,  án atvinnu og á hvergi höfði sínu að halla. Meðlimir í íslenska Jafnaðarmannaflokknum hjálpuðu honum að koma undir sig fótunum í Reykjavík.

Dvöl hans í Íslandi varð miklu lengri en hann gerði ráð fyrir í upphafi og Wilhelm Beckmann  tók ástfóstri við hina nýju fósturjörð.

Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk fékk Wilhelm Beckmann mörg tilboð um að snúa aftur til Þýskalands.  Hann afþakkaði öll slík boð og varð Íslendingur af öllu hjarta.  Hann varð íslenskur ríkisborgari 1946.

 

1940 kvæntist Wilhelm Beckmann Valdísi  Einarsdóttur og þeim varð tveggja barna auðið, Hrefnu  sem býr á Íslandi Einars sem býr í Ástralíu.

Á íslandi vann Wilhelm Beckmann sjálfstætt og gerði margskonar listaverk og sérstaklega verk trúarlegs eðlis  fyrir íslenska söfnuði.  Mörg þessara verka gerði hann samkvæmt pöntun en sum gaf hann.

 

Wilhelm Beckmann  var sérvitur í eðli sínu og lifði lífi sínu á sinn hátt og ekki alltaf við fögnuð sumra. 

En Wilhelm Beckmann  skildi eftir sig mikinn auð fyrir komandi kynslóðir.

 

Wilhelm Ernst Beckmann dó í Reykjavík 11. maí 1965 eftir löng veikindi.

Wir  wollen Flamme sein
Welt zu befreien
Wir wollen hochtes Recht
Nicht Herren  oder Knecht
Wir  wollen unsere  ganze  Leben
Fur  das  eine  geben
Jedem soll  ganzes Mensch sein warden
auf  Erden

                             WB.

Meistarinn kennir

Beckmann sýnir Guðjóni Ásberg Jónssyni lærlingi sínum hvernig á að módelera í leir.

Guðjón varð samstarfsmaður Beckmanns í mörg ár.

bottom of page